Dagbækur og skráningarbækur
fyrir daglegt amstur
Upprunalegu bækurnar okkar koma kjöllímdar eða gormabundnar og settar upp á þann máta sem við teljum að henti flestum. Þær eru því tilvaldar fyrir þau sem vilja hafa hlutina í föstum skorðum og ganga að þeim á sínum stað. Bókaúrvalið er fjölbreytt og um að gera að skoða það vel. Við erum m.a. með bækur til að skrá heilsufar, afmælisdaga, drauma eða bara til að krota og punkta í. Kápur bókanna eru litríkar, fallegar og einstaklega mjúkar. Pappírinn inní bókunum er sérstaklega hugsaður til að gott sé að skrifa á hann.
Sofum rótt - svefndagbók
Ljúfa drauma - draumadagbók
Heilsufarsmælingar
Ofnæmispésinn - skráningarbók
Afmælisdagar og merkisviðburðir
Uppskriftirnar mínar og önnur fjölskylduleyndarmál
Heilsan mín - dagbók
Markmiðin mín - skráningarbók
Allt og ekkert - stílabók