Markmiðabókin

Frábær staður fyrir markmiðin þín, sama að hverju þau snúa. Settu þér markmið, skipulegðu leiðina að því, fylgstu með framvindunni og vertu þinn helsti stuðningsmaður í að ná því! Einföld uppsetning sem hjálpar þér við markmiðssetninguna en einnig á leiðinni að markmiðinu.

Ein opna fyrir hvert markmið þar sem þú skráir markmiðið sjálft, tímamörkin á því, þær leiðir sem þú hefur til að ná markmiðinu, áfangar/vörður á leiðinni en einnig hvað gæti hvatt eða hindrað þig til árangurs. Á mælistikunni geturðu svo fyllt inn eftir því sem þú kemst nær markmiðinu og því haft árangurinn sjónrænan. Á verðlaunalínuna geturðu skráð ef þú ætlar að gera eitthvað sérstakt til að fagna því þegar markmiðinu er náð eða skráð hvenær og hvernig markmiðið náðist.

Aftast eru svo auðar línustrikaðar síður ef markmiðaopnurnar eru ekki nóg eða ef vantar pláss fyrir hugleiðingar og pælingar.