Um Ögn
Ég heiti Unnur Ósk Unnsteinsdóttir og er ævintýragjörn, móðir og nokkuð venjuleg manneskja svona heilt yfir. Ögn er “listamannsnafn” og alter ego sem ég notaði mikið sem unglingur þegar ég fékk mikla útrás í sköpun. Nýlega fann þessi hluti sér leið upp á yfirborðið aftur í gegnum mótun og hönnun fallegra og nytsamlegra dagbóka og skráningarbóka.
Ég hef verið í vandræðum með svefn á stundum líkt og svo fjölmargir aðrir. Ég leitaði að leiðum til að halda utan um svefninn minn og svefnrútínuna en fann ekkert form sem hentaði mér. Einn daginn þegar ég var að vandra um óravíddir internetsins rakst ég á leiðbeiningar um hvernig maður gæti sett upp sína eigin bók og áður en ég vissi af var ég á leiðinni í þetta ævintýri sem það er að hanna og gefa út mínar eigin dag- og skráningarbækur.