Opin bók og brekka í fang
blíðlega tefja ferðalang
- Þorsteinn Valdimarsson frá Teigi
Hvað er Opin bók?
Opin bók er íslensk dagbókarlína sem byggir á því að hver og einn geti sett dagbókina sína saman eftir því hvað hentar, breytt og bætt að vild hvenær sem er á einfaldan hátt.
Í boði er fjölbreytt úrval: heilar bækur, búnt fyrir þau sem eiga kápur eða klemmur og loks einstök blöð nánast eins og hugurinn girnist.
Hér fyrir neðan er farið yfir samsetningar og flokka sem línan býður uppá.
Bók
Mín, Heilsan og Skipulagið eru heilar bækur sem koma samsettar og tilbúnar til notkunar með fallegri kápu, klemmum, milliblöðum og innihaldi að þínu vali.
Hægt er að velja á milli eftirfarandi þema í bókina:
- Mín - Dagbókargrunnur
- Heilsan - Heilsugrunnur
- Skipulagið - Skipulagsgrunnur
- Fjármálin - Fjármálagrunnur (Væntanlegt 1. desember 2024)
- Hreystigrunnur (Væntanlegt)
- Kennaragrunnur (Væntanlegt)
Og að sjálfsögðu er alltaf hægt að bæta við.
Búnt
Búnt er tilbúið innihald í dagbók og hentar sérstaklega vel þeim sem eiga kápu eða klemmur fyrir 6 gata A5 blöð. Eins og í bókinni er hægt að velja á milli mismunandi þema í búntunum;
- Dagbókargrunnur
- Heilsugrunnur
- Skipulagsgrunnur
Fleiri grunnar bætast við fljótlega. Búnt eru tilvalin til að setja í dagbókarkápu. Við mælum að sjálfsögðu með Ögn Icelandic kápunum utan um búntin okkar.
Blöð
Hagnýt dagbókar og skráningarblöð af ýmsu tagi eru í boði í sér pakkningum. Bæði er hægt að fá þau sem eru í bókunum/búntunum en einnig önnur svo sem innkaupalista, rúðustrikuð blöð og margt fleira.
-
Öll blöðin okkar eru í stærð A5 nema “listar” sem eru 2/3 af breidd A5. Við notum 100gr. svansvottaðan pappír.
-
Mismunandi er hversu mörg blöð eru í pakka eftir því um hvaða blöð ræðir en flest blöð er hægt að fá bæði í 10 og 20 blaða pökkum.
-
Þau blöð sem eru til núna eru:
- Listar; Verkefnislistar, minnislistar, innkaupalistar, matseðlar
- Einföld blöð; Línustrikuð, rúðustrikuð, punktuð og auð
- Dagbókarblöð; Ársyfirlit, mánaðaryfirlit, vikuopnur lóðréttar og láréttar (með vikuyfirliti og samantekt), dagur á síðu
- Heilsublöð; Heilsudagbók, svefndagbók, verkjablöð, heilsufarsskráning, viðtals-/meðferðarblöð, hreyfingarblöð
- Skipulagsblöð; markmiðablöð, verkefnablöð, lykilorðabanki
Aukahlutir
Hægt er að fá ýmsa aukahluti fyrir dagbókina þína hjá okkur svo sem dagbókarkápur, milliblöð og fleira. Við stefnum á að auka við úrvalið með tímanum
Opin bók hjálpar þér að halda utan um lífið með fallegum, persónulegum og hagnýtum dagbókum sem auðvelda þér að ná markmiðum þínum.
Án skipulags verður erfitt að hafa yfirsýn yfir daglegt líf, heilsufar, markmið og mikilvægar upplýsingar. Með dagbókum og skráningarbókum frá Ögn Icelandic hefurðu allt á einum stað, sem tryggir þér betri yfirsýn, stjórn, vellíðan og gleði í daglegu lífi.
Með notkun á opinni bók
> Færðu betri yfirsýn yfir daglegt líf
> Verður auðveldara að setja sér markmið og ná þeim
> Eru mikilvægar upplýsingar vel skráðar og varðveittar
> Minnkar streita og álag af því að halda utan um lífið