Uppskriftabókin

Þín persónulega uppskriftabók! Skráðu niður allar uppáhalds uppskriftirnar þínar á einn aðgengilegan stað. Einföld uppsetning og einfalt í notkun Skráðu niður innihaldsefni og aðferð en einnig frá hverjum hver uppskrift er, fyrir hversu marga og hversu langan tíma tekur að útbúa hana. Einnig er hægt að gefa uppskriftunum stjörnur. Fremst í bókinni er yfirlit yfir þær uppskriftir sem búið er að skrá.

Tilvalið fyrir þá sem eiga haug af ljúffengum uppskriftum sem hvergi eru skráðar eða eru geymdar á blöðum hingað og þangað sem erfitt er að halda utan um. Einnig frábær gjöf fyrir fólk sem er að taka sín fyrstu skref í eldhúsinu og fikra sig áfram með eldamennsku og uppskriftasöfnun.