Velkomin í Fjármálin – skipulagsbókina sem hjálpar þér að ná betri yfirsýn yfir fjármál þín og fjárhagsleg markmið. Þessi bók er hönnuð fyrir þau sem vilja ná betri tökum á fjármálunum sínum á einfaldan og skipulagðan hátt. Hún inniheldur allt sem þú þarft til að halda utan um regluleg útgjöld, tekjur, sparnað og skuldir. Að auki finnur þú fjármálaáskoranir sem veita þér innblástur og hvatningu til að styrkja þín fjármál til framtíðar. Með þessari bók færðu skýrt yfirlit og betri stjórn á fjármálunum – skref fyrir skref, mánuð fyrir mánuð.

Hvað er í bókinni?

  • Síður fyrir langtíma, 5 ára og skammtímamarkmið í fjármálum, tvennt af hverju markmiði á síðum sem leiða þig áfram í markmiðasetningu og áætlunargerð til að hámarka líkurnar á því að þú náir þínum markmiðum

  • Allt sem þarf til að skrá og halda utan um tekjur, greiðslur, sparnað og útgjöld í hverjum mánuði fyrir 12 mánuði. Engar skráðar dagsetningar svo það er engin þörf fyrir að byrja á ákveðnum tíma og ekkert mál er að byrja upp á nýtt ef þú missir þráðinn án þess að bókin eða hluti hennar fari til spillis

  • Síður sem halda utan um mismunandi söfnunarsjóði: Neyðarsjóð, Stórútgjaldasjóð og Fjársjóði. Fjársjóðasíðurnar eru tilvaldar til að halda utan um sjóði fyrir sérstök tilefni eða söfnunarmarkmið s.s. utanlandsferðir, útborgun í íbúð, jólin o.fl.

  • Yfirlit yfir hvert lán, s.s. upphaflegar upplýsingar, stöðu og greiðslur

  • Síða til að skrá allar áskriftir, hvar þær eru greiddar og hversu há hver greiðsla er. Hakað við þegar áskrift er sagt upp og því auðvelt að hafa yfirlit yfir þær áskriftir sem þú ert með hverju sinni og fara yfir hverju má eða þarf að segja upp.

  • Milluáskorun og sparnaðaráskorun! Skemmtilegar og hvetjandi leiðir til að safna pening og spara.
    Milluáskorunin endar á því að þú átt milljón í sjóð sem þú áttir ekki fyrir! Hversu næs er það?
    Sparnaðaráskoruninni ræður þú algjörlega. T.d. hvort þu vilt alltaf leggja sömu upphæðina fyrir eða keppast við að hafa upphæðina sem hæsta. Eða hvort ákveðin upphæð er markmiðið. Sparaðu á skemmtilegan hátt.

  • Fremst í bókinni þegar þú færð hana eru leiðbeiningar fyrir hverja síðu eða hluta. Ef það er ekki nóg þá fylgir líka aðgangur inn á ítarlegri leiðbeiningar og dæmasíður með myndum af hvernig er hægt að fylla síðurnar út.

Meiri fróðleikur um peninga og fjármál

Reikningar eða umslög?

Umslagakerfið, oft kallað *cash stuffing* á ensku, er gamalgróin aðferð til að stjórna fjármálum. Innan skamms verða hér aðgengilegar upplýsingar um hvað umslagakerfið er og hvernig þú gætir nýtt þér það.

Af hverju þú ættir að halda fjármáladagbók

Með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan geturðu lesið þér til um af hverju það gæti verið besta ákvörðunin fyrir þig að byrja að halda fjármáladagbók.

Bestu fjármálaráðin

Ég er að safna saman bestu fjármálaráðunum. Ef þú vilt vita þegar ég set þau hér inn geturðu skráð þig á póstlista og ég læt þig vita!