
Algengar spurningar / FAQ
-
Enn sem komið er er Ögn aðeins vefverslun. Ég reyni þó að nýta tækifæri sem bjóðast til að taka þátt í mörkuðum og viðburðum til að gefa fólki færi á að skoða vörurnar í eigin persónu. Ef þú veist um markað, pop-up viðburð eða álíka sem þú myndir vilja sjá Ögn Icelandic vörurnar á máttu endilega senda mér skilaboð og ég sé hvað ég get gert. Eins er ég opin fyrir því ef einhverjar verslanir í anda Ögn Icelandic vilja taka vörurnar í sölu.
-
Já, ég hanna allar vörur Ögn Icelandic nema íhluti (s.s. klemmur, umslög og þessháttar). Hluta af hönnuninni s.s. grafíkina á forsíðunum, kortunum og fleiri vörum kaupi ég af listamönnum og set saman í mína eigin samsettu hönnun. Öllu slíku sem ég kaupi fylgir leyfi til notkunar í hönnun og sölu.
-
Það er hægt að sækja pantanir á Akureyri. Vonandi getum við boðið uppá að sækja pantanir á fleiri stöðum í framtíðinni.
-
Eins og er er í boði að fá heimsent á Akureyri, heimsent með póstinum á öðrum stöðum (ath að velja þarf þann möguleika í pöntunarferlinu) eða sent á næsta pósthús/póstbox við þig með póstinum (sjálfvirkt val í pöntunarferli).
-
Ég bý þar og býð uppá að pantanir séu sóttar heim til mín eftir samkomulagi.
-
Ef einstaklingar eða fyrirtæki vilja panta 10 bækur eða fleiri þá má senda tölvupóst með upplýsingum og við finnum eitthvað gott út úr því.
-
Vegna smæðar er Ögn Icelandic rekið á minni eigin kennitölu. Vonir standa þó til að úr verði blómstrandi og stöndugt fyrirtæki einn daginn þegar það hefur stækkað aðeins meira.