Trúarjátning konu
Ég trúi á sjálfa mig, almáttuga í sköpun eigin hamingju
Ég trúi á mig, dóttur móður minnar, móður dætra minna, drottningu eigin lífs, sem get allan fjandann, fædd á súkkulaði og vínum, pínd fram úr rúminu, krossfest í hamstrahjóli lífsins. Sligast annað slagið undan þunga feðraveldisins, næstum niður til heljar en rís á þriðju vaktinni aftur upp frá „skyldum“. Sýni mér mildi, sötra kaffi við hægri hönd góðrar vinkonu og mun þaðan koma að dæma þá sem eiga það skilið
Ég trúi á heilagan femínisma, heilaga almenna skynsemi, samfélag kvenna, fyrirgefningu mistaka, upprisu holdsins og eilífa gleði
Höfundur: Unnur Ósk Unnsteinsdóttir